Um Ölgerðina

Ölgerðin Egill Skallagrímsson er stærsta drykkjarvörufyrirtæki landsins. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur og matvæli um allt land. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem eiga þess kost að vera fremstar í sínum flokki eru settar á markað og hverjum birgi sinnt sem hann væri sá eini. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.

 

Sölu- og markaðssvið Ölgerðarinnar eru þrjú: óáfengir drykkir, áfengir drykkir og fyrirtækjaþjónusta og Danól.

 

Óáfengir drykkir:

 

Ölgerðin er drykkjarvöruframleiðandi landsins og á mörg af elstu og þekktustu vörumerkjum landsins á sínu sviði, t.d. Egils Appelsín og Egils Malt, en síðarnefndi drykkurinn hefur verið framleiddur allar götur síðan 1913. Auk þess er Ölgerðin með leyfi til þess að framleiða og selja vörur undir þekktum vörumerkjum frá fyrirtækjum Carlsberg Group og Pepsico.

 

 

Áfengir drykkir:

 

Ölgerðin er stærsti áfengisframleiðandi landsins og á mörg af þekktustu vörumerkjum landsins, t.d. Gull, Boli, Brennivín og fleiri. Ásamt eigin vörumerkjum framleiðir Ölgerðin vörumerki undir leyfi frá Carlsberg Group í Danmörku, t.d. Carlsberg, Tuborg Classic, Tuborg Grön, Tuborg Julebryg og fleiri. Ölgerðin er einnig einn stærsti innflytjandi landsins á léttvíni, sterku áfengi og víngosi. Mikil áhersla er lögð á að flytja einungis inn hágæða vörumerki og vörur í þessum flokkum sem öðrum.

 

Fyrirtækjaþjónusta:
 

Fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar sérhæfir sig í heildarlausnum í drykkjarvöru og snarli fyrir vinnustaði landsins. Fyrirtækjaþjónustan býður upp á fjölbreytt vöruúrval og því þarf viðskiptavinurinn ekki að leita annað til að sjá starfsfólki og gestum fyrir hressingu á annasömum degi. Fyrirtækjaþjónustan býður upp á fjölbreytt úrval af heitum og köldum drykkjum ásamt vönduðum tækjabúnaði, s.s. kaffivélum, kælum og sjálfsölum, sem ýmist er leigður eða lánaður til viðskiptavina.

 

 

Danól:

 

Ölgerðin á dótturfyrirtækið Danól sem selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Nánar um Danól má finna á heimasíðu þeirra danol.is.

 

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir