12.05.2016 | 14:55

Sólveig Nr.25: sigurvegarinn snýr aftur

Sólveig nr.25, sumarbjór Borg brugghúss er komin í sölu. Hún er þýskur hveitibjór sem hlaut Evrópu-gull í flokki sterkra hveitibjóra á alþjóðlegri verðlaunahátíð World Beer Awards í Norfolk, Englandi síðasta haust.

Sérstakt ger er notað við bruggunina sem gefur bjórnum ákveðna bragð- og lyktarundirstöðu þar sem tónar banana og neguls koma skýrt fram. Sólveig er þurrhumluð með amerískum eðalhumlum sem þýðir að humlunum er bætt í bjórinn eftir gerjun. Við þetta samspil humla og gers verður til brakandi, beiskur og þurr en um leið ferskur sólskinsbjór. Sólveig mætir brakandi fersk bæði í gleri og dós núna í lok apríl, ásamt því að fara á krana á sérvöldum veitingastöðum um land allt. Hún er annar bjórinn frá Borg sem er framleiddur í dós.

Í fyrra hlaut Sólveig Evrópu gull í flokki sterkra hveitibjóra.

Til baka