23.03.2012 | 09:27

Endurkoma Úlfs á Faktorý

Í tilefni að endurkomu Úlfs Nr. 3 frá Borg Brugghúsi ætlum við að koma saman milli klukkan 17 og 19 föstudaginn 23. mars á Faktory.  Valli bruggari mætir á svæðið með prufulögun af stórabróður Úlfs sem fengið hefur vinnuheitið Úlfur Úlfur og fellur undir bjórstílinnstílinn eftirsótta 2IPA.  Skyldumæting fyrir alla sanna bjóráhugamenn og aðra áhugasama, allir velkomnir.  Úlfur - India Pale Ale - Nr. 3
Úlfur er fyrsti India Pale Ale (IPA) bjórinn á markað á Íslandi og var þriðji bjórinn sem Borg ...
23.03.2012 | 09:24

Gull-deildin í knattspyrnu

Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Íþróttafélagið Leiknir hafa gert með sér samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að Ölgerðin er nýr stuðningsaðili 7 manna utandeildar Leiknis, áður Carlsbergdeildin. Deildin hefur verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár og keppendur á ári hverju ári um 500 í 40 liðum að sumri til og um 250 í 20 liðum að vetri til.
Deildin mun hér eftir bera nafnið Gull-deildin.

Skráning hafin í Gull-deildina

Skráning er hafin í 7 manna utandeild Leiknis sem nú ber naf...
01.03.2012 | 11:18

Innleiðing á nýju viðskiptakerfi

Í dag erum við að innleiða nýtt viðskiptakerfi. Vinnan gengur vel og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir aðstoðina og þolinmæðina. Við vonumst til þess að starfsemin verði komin í eðlilegt horf seinna í dag eða morgun.
24.02.2012 | 14:02

Benedikt valinn besti páskabjórinn

Benedikt, bjór nr. 9 frá Borg Brugghúsi, var valinn besti páskabjórinn í bragðprófun Fréttatímans, en það komu saman valinkunnir bjóráhugamenn. Segir þar í umfjöllun dómnefndar: Flottur litur. Fersk lykt með gerkarakter sem minnir á vorið, mjög páskalegt og gott. Appelsíukeimur í bragðinu, maltríkur og sætur. Gott og eilítið gróft eftirbragð sem lifir vel og lengi. Fjölbreyttur og með góða áferð. Hentar eflaust betur sem lystauki fyrir mat en sem matarbjór. Ef páskabjórar eiga að minna á sumarið...
24.02.2012 | 13:45

ÁTVR hafnar Páskagulli

ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin setti á markað í vikunni.  Ástæða höfnunnar segir ÁTVR meðal annars vera að litur umbúða og myndskreyting höfði sérstaklega til barna, einkum um páska.   Þrátt fyrir að Páskagull verði ekki fáanlegt í verslunum ÁTVR mun bjórinn fást í Fríhöfninni í Keflavík og á völdum börum og veitingstöðum fram yfir páska. 

Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum.  Ölgerðin er ósammála þessari niðurstöðu og mun skjóta málinu til fjármálaráðuneytisins. 

Í...
1  |  ...  |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |   11   |   12   |  ...  |  18