11.11.2015 | 13:55

Besta afkoma Ölgerðarinnar frá upphafi

Rekstarhagnaður Ölgerðarinnar fyrir fjármagnskostnað eykst um 59% frá fyrra ári. Félagið greiðir 66% af hagnaði í tekjuskatt.

Rekstrarhagnaður Ölgerðarinnar fyrir fjármagnskostnað á árinu 2014 var 59% hærri en árið áður. Velta fyrirtækisins var 19,6 milljarðar króna og jókst um 6,5% milli ára.

EBIT félagsins var 1.178 milljónir króna árið 2014 en var 741 milljón árið áður. EBITDA var 1.642 milljónir króna en hún var 1.204 árið 2013. Störfum hjá fyrirtækinu fjölgaði um 14 og voru 3343 í lok árs, heildarlaunakostnaður var um 2,5 milljarðar króna.

Hagnaður fyrirtækisins fyrir tekjuskatt var 600 milljónir króna, en tekjuskattur fyrirtækisins va 400 milljónir og er að mestu tilkominn vegna ákvörðunar Ríkisskattstjóra um öfugan samruna. Félagið greiðir því um 66% af hagnaði félagsins í tekjuskatt.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar segir:

„Þetta er besta afkoma Ölgerðarinnar frá upphafi og við erum afskaplega stolt af þessum frábæra árangri. Hér hafa allir lagst á eitt til að skapa framúrskarandi vinnuumhverfi og að sinna viðskiptavinum okkar sem hafa kunnað að meta vörur okkar betur en nokkru sinni

 

Til baka