19.10.2016 | 10:41

Ölgerðin afhendir Slysavarnafélagi Landsbjargar 5.000.000 kr.

Þann 1. september 2015 var skrifað undir samstarfsverkefnið Landsbrauð, milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, bakara landsins og Ölgerðarinnar sem hélt utan um framkvæmdina. Verkefnið fólst í því að Landsbrauð var sett á markað og selt í bakaríum um land allt. Slysavarnafélagið fékk 30 kr. af hverju seldu brauði í sinn hlut.

Laugardaginn 15. október var bakaradagurinn haldinn hátíðlegur upp í Ölgerð. Þar var Smára Sigurðssyni, formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar afhent ávísun upp á 5.000.000 kr. sem safnaðist úr sölunni á brauðinu.

“Það var heiður að fá að koma þessu verkefni af stað og fylgja því alla leið. Og sannkallaður heiður að vinna með öllum þessum frábæru bökurum sem við eigum”, sagði Bergsveinn Arilíusson, bakari og sölufulltrúi hjá Ölgerðinni.

Til baka