20.01.2012 | 18:15

Ölgerðin biðst afsökunar

Ölgerðin biður neytendur afsökunar á því að salt, sem fyrirtækið seldi til matvælaiðnaðar, hafði ekki formlega vottun til nota í matvælaframleiðslu og gat því vakið efasemdir neytenda um gæði og hollustu einstakra matvæla frá íslenskum fyrirtækjum. Forstjóri Ölgerðarinnar baðst afsökunar á þessum mistökum í fyrsta viðtali í fjölmiðlum um þetta mál laugardaginn 14. janúar og strax á mánudegi var formleg afsökunarbeiðni komin inn vefsíðu Ölgerðarinnar. 
Ölgerðin var hvorki vísvitandi né í gróðask...
20.01.2012 | 08:46

Spurt og svarað um óvottað salt (iðnaðarsalt)

Vill Ölgerðin ekki að biðjast afsökunar? Jú.  Ölgerðin baðst afsökunar
Forstjóri Ölgerðarinnar baðst afsökunar á mistökum í sjónvarpsfréttum í fyrsta viðtali við fjölmiðil, laugardaginn 14. Janúar. Á vefsíðu Ölgerðarinnar er yfirlýsing þar sem sú afsökunarbeiðni er endurtekin.Hefur götusalt verið notað í matvæli hérlendis?     Nei
Götusalt hefur ALDREI verið sett í matvörur á Íslandi. Götusalt er ekkert líkt vottuðu og óvottuðu salti, enda framleitt á öðrum stað og með og með öðrum hætti.

Er ...
18.01.2012 | 14:20

Nokkrar staðreyndir vegna saltmálsins

Ölgerðin sér ástæðu til að eftirfarandi staðreyndir komi fram vegna saltmálsins:

•    Það er enginn sjáanlegur munur á vottuðu salti og óvottuðu.  Saltið sem um ræðir er 99,6% hreint salt sem er langt umfram það lágmark sem  alþjóðlegir staðlar (Codex Alementarius staðallinn 150-1985) segja til um .
•    Innihaldslýsingin á vottuðu salti og óvottuðu salti er svo til nákvæmlega eins og báðar tegundir eru framleiddar undir ISO 9001 og ISO 14001 stöðlum. 
•    Vottað salt og óvottað salt (iðnaðar...
16.01.2012 | 17:43

Yfirlýsing frá Akzo Nobel

Hér má finna yfirlýsingu frá Akzo Nobel, saltframleiðanda.   Smelltu hér til að hlaða niður yfirlýsingunni.
16.01.2012 | 13:45

Óvottaða saltið er lögleg vara og hættulaust til neyslu samkvæmt framleiðanda

Mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafa keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Ölgerðin harmar að þau fyrirtæki séu dregin inn í þessa umræðu með því að nafn þeirra birtist á lista frá opinberum stofnunum.Enn skal ítrekað að óvottaða saltið er fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu ...
1  |  ...  |   26   |   27   |   28   |   29   |   30   |   31   |   32   |   33   |   34   |   35