12.05.2016 | 15:12

Trúir þú á ást við fyrstu sýn?

Gin & Grape er enn ein nýjungin frá okkur og kom inn á markaðinn 1. maí ásamt Sólberti Engiferssyni. G&G er blanda af okkar bitra Egils Grape og Ísafold gini. Sumir eru á því að þetta sambland sé eldheitt ástarsamband meðan aðrir vilja meina að þau hafi hist klukkan korter í þrjú. Hvort sem er - þau elska hvort annað, og við elskum þau! Klárlega heitasti kaldi sumardrykkurinn í ár enda sérlega ferskur og svalandi.

Elskuleg engifer kemur úr Sólbert fjölskyldunni. Engifer drykkir hafa verið vinsælir hér á landi síðustu misseri og mun þessi drykkur því verða kær viðbót í okkar flóru. Sólbert er mikill frumkvöðull en hann er blanda af hágæða bjór í aðra ættina og ferskum ávaxtadrykk í hina

Til baka