Ölgerðin hefur frá upphafi sýnt ábyrgð gagnvart samfélaginu.

Ölgerðin hefur alla tíð lagt áherslu á að starfa af ábyrgð og fyrirtækið leggur sig fram við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt, samfélagið og samstarfsaðila með stöðugum umbótum í rekstri, ferlum og verklagi.  Samfélagsábyrgð Ölgerðarinnar nær til allra sviða og er fléttuð inn í stefnumótun og starfsemi fyrirtækisins.

Í skýrslunni er gert grein fyrir því hvernig fyrirtækið uppfyllir markmið sín um samfélagsábyrð og þeim mælingum sem stuðst er við á þessu sviði.

Fjallað er um hvernig samfélagsábyrgð fléttast inn í rekstur fyrirtækisins s.s. með samstarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í gegnum UN Global Compact.

Einnig er fjallað um mannauðsmál, samstarf við íþróttahreyfingarnar, framlög til góðgerðarmála og framlag fyrirtækisins til nýsköpunar og þróunar.

Það er eftirtektarvert hvað Ölgerðin hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Okkur hefur tekist að ná til okkar fleiri viðskiptavinum, styrkja markaðshlutdeild okkar og jafnframt bæta afkomu fyrirtækisins. Á síðustu tveimur árum óx framleiðsla á drykkjarvörum úr 40 í 50 milljónir lítra. Í lok síðasta árs voru ríflega 360 stöðugildi hjá fyrirtækinu. En með stóru fyrirtæki koma stór flækjustig. Að undanförnu höfum við einbeitt okkur að innleiðingu á hugarfari straumlínustjórnunar. Straumlínustjórnun (e. Lean management) fellur vel að því hugarfari sem samfélagslega ábyrg fyrirtæki þurfa að tileinka sér.

Þessar breytingar hafa einnig jákvæð áhrif á það að ná settum markmiðum í samfélagsmálum en yfir 77% markmiða frá fyrra ári hafa náðst. Sem dæmi um slík markmið má nefna að við kláruðum 197 umbótaverkefni á árinu 2105, eldsneytis notkun dróst verulega saman á milli ára þrátt fyrir aukinn vöxt í fyrirtækinu. Vatnsnotkun hjá fyrirtækinu minnkaði um 3% á hvern framleiddan lítra og fjöldi fjarverustunda vegna slysa fækkaði sem samsvarar 10 vinnuvikum.

Í nýju skýrslunni setjum við okkur markmið fyrir árið 2016 þar sem alltaf er svigrúm til að gera betur og má þar helst nefna að fjölga fræðslustundum til starfsmanna, ná betri svörun í könnun um starfsánægju, auka framboð sykurlausra drykkja og sykurminni drykkja, draga úr matarsóun og hefja vinnu við ISO 14000 vottun.

Ölgerðin vill vera í forystuhlutverki hvað varðar samfélagsábyrgð en nánar má lesa um stöðu mála í framvinduskýrslu fyrirtækisins á þessari slóð: abyrgd.olgerdin.is

 

Skipting verkefna eftir flokkum er í takt við kröfur markaðarins,þar vegur umhverfið þyngst.

Ölgerðin hefur gefið út skýrslu um framvindu þessara verkefna.

Hana má nálgast hér: Samfélagsskýrsla Ölgerðarinnar 2015

Árlega verður gefin út skýrsla sem sýnir þróun og stöðu verkefnanna.

Ölgerðin hefur gengið til liðs við Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð. 

Þar getum við sótt dýrmæta þekkingu og lært hvert af öðru í samfélagi

sem ábyrg íslensk fyrirtæki mynda.

Ölgerðin er aðili að Global Compact verkefni Sameinuðu þjóðanna. 

Með því tileinkum við okkur tíu viðmið um samfélagsábyrgð fyrirtækja og

skilum árlega inn skýrslu um hvernig tekst að uppfylla viðmiðin.

Alls taka 4700 fyrirtæki þátt í verkefninu um allan heim, 

þar af 400 á Norðurlöndunum.

 

Smelltu á hvern flokk til að fræðast nánar um verkefnin.

 

 

Samfélagsskýrsla Ölgerðarinnar 2015