Samfélagsábyrgð samofin menningu Ölgerðarinnar

Síðustu fimm ár hefur Ölgerðin gefið út skýrslu um samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Þar er farið yfir þau verkefni sem unnin hafa verið á því ári og stefna fyrir næsta ár sett. Verkefni er snerta samfélagsábyrgð eru fyrirtækinu mikilvæg. Alltaf er leitast við að lágmarka notkun auðlinda, hvort sem það er með vinnuferlum, orkunýtingu, vatnsnotkun, meðferð úrgangs, eða annarra auðlinda. Slíkt er til hagsbóta fyrir reksturinn, umhverfið og samfélagið.