Ölgerðin framleiðir og selur mikið af vörum bæði á Íslandi sem og erlendis. Fyrst og fremst skiptir máli að Ölgerðin framleiði framúrskarandi vörur sem standast væntingar neytenda hverju sinni. Því er hugsunin um gæði samofin öllu starfi fyrirtækisins sem starfar eftir vottuðu gæðakerfi. Allir birgjar Ölgerðarinnar fara í gegnum birgjamat til að tryggja að þeir standist kröfur Ölgerðarinnar um gæði og samfélagsábyrgð. Ölgerðin vill starfa með virkum og ábyrgum neytendum og tekur tillit til allra athugasemda sem fyrirtækinu berast.

Samskipti við markaðinn er einnig stór hluti af starfsemi fyrirtækisins og því er nauðsynlegt að þar séu við höfð ábyrg vinnubrögð. Samfélagsábyrgð Ölgerðarinnar í markaðsmálum snertir stóran hluta starfsemi fyrirtækisins og því er mikilvægt fyrir fyrirtækið að huga bæði að því að lágmarka þau neikvæðu áhrif sem vörur, sem framleiddar eru í nafni Ölgerðarinnar, hafa á neytendur sína og auka jákvæð áhrif. Þetta á sérsaklega við ef talið er að vörurnar geti höfðað til berskjaldaðra hópa á borð við börn og unglinga. Að sama skapi þykir mikilvægt að bjóða neytendum upp á umhverfisvænni vörur.