Ölgerðin er rótgróið fyrirtæki sem byggir á áralöngum hefðum og venjum sem löngu eru orðnar hluti af íslenskri menningu. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er stöðugt að stækka og auka framboð af vöru og þjónustu. Framtíðarsýn Ölgerðarinnar er að vera fyrsta val viðskiptavina og neytenda. Til þess að sú sýn verði að veruleika þurfa að eiga sér stað stöðugar umbætur til að mæta þörfum stækkandi hóps viðskiptavina. Ölgerðin verður að vera feti framar í samkeppni sinni við önnur fyrirtæki.

Haldnir eru vikulegir fundir þar sem hver eining innan fyrirtækisins hittist og setja sér markmið markmið sem tengjast heildarmarkmiði fyrirtækisins fyrir ákveðið tímabil. Á þann hátt getur allt fyrirtækið í heild sinni tekist á við stór verkefni í sameiningu.

Hugtakið V.1. stendur fyrir fyrsta val viðskiptavina og neytenda eða viðskiptavinurinn í fyrsta sæti. Sett hefur verið upp myndrænt hvaða aðferðum eða leiðum Ölgerðin vill beita til að ná því markmiði. Starfsmönnum stendur til boða að sækja V.1. skóla Ölgerðarinnar þar sem farið er yfir aðferðir til að minnka sóun og auka ánægju viðskiptavina. Síðan V.1. skólinn var stofnaður hefur umbótaverkefnum fjölgað afar mikið.