Ölgerðin er stór vinnustaður sem hefur starfað í meira en heila öld í sátt við íslenskt samfélag. Ölgerðin finnur til ábyrgðar gagnvart samfélaginu og fyrirtækið er meðvitað um hreyfiaflið sem það hefur í krafti stærðar sinnar og langs starfsaldurs. Ölgerðin styður við bakið á fjölbreyttum verkefnum og félögum sem eiga það sameiginlegt að stuðla að betra samfélagi fyrir okkur öll. Verkefnin sem Ölgerðin styður við tengjast ýmist íþróttum, góðgerðarmálum, menningu og menntamálum og eru þau ýmist studd með fjárframlögum, vörum eða þátttöku starfsmanna.

Áframhaldandi áhersla er á að styðja við samfélagsverkefni sem miða að því að auka hreyfingu barna og ungmenna. Það er bæði gert með fjárveitingum og samstarfsverkefnum með íþróttafélögum og æskulýðsstarfs.