Starfsmannastefna Ölgerðarinnar

Markmið starfsmannastefnunnar er að fyrirtækið hafi yfir að ráða hæfu, vel menntuðu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. 

Forstjóri er ábyrgðarmaður stefnunnar en starfsmannastjóri ber ábyrgð á að starfsmenn fyrirtækisins þekki stefnuna og framfylgi henni.  

Gott starfsfólk er grunnurinn að vel reknu fyrirtæki. Starfsmenn Ölgerðarinnar eru því ein af helstu auðlindum fyrirtækisins. Markmiðið er að hafa yfir að ráða hæfu, vel menntuðu og áhugasömu starfsfólki sem sameiginlega skapar metnaðarfullt og jákvætt vinnuumhverfi. Með því að leggja áherslu á starfsmannaval, jafnrétti, starfsumhverfi, upplýsingastreymi, frumkvæði, endurgjöf, trúnað, fræðslu og starfsþróun þá sköpum við skemmtilegan vinnustað sem endurspeglar þau gildi sem við höfum að leiðarljósi. Því fylgjum við eftirfarandi áherslum: 

 • Fyrirtækið ræður og hefur á að skipa hæfu starfsfólki.
 • Við nýráðningar skal leitast við að auka fjölbreytni í menntun og reynslu.
 • Stuðla skal að góðum samskiptum meðal starfsfólks, jákvæðni, virðingu og hrósi.
 • Stuðla skal að frumkvæði og ábyrgð starfsfólks.
 • Stuðlað skal að góðum starfsanda.
 • Jafnréttis skal gætt í hvívetna.
 • Tryggja skal körlum og konum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkanna og þjálfunnar.
 • Starfsfólki skal tryggt gott starfsumhverfi.
 • Tryggja skal öflugt upplýsingastreymi milli stjórnenda og starfsfólks um málefni og störf fyrirtækisins.
 • Lögð er áhersla á að starfsfólk sýni hvert öðru og fyrirtækinu trúnað.
 • Starfsfólk skal eiga möguleika á að vaxa og dafna í starfi.
 • Lögð er áhersla á að starfsmenn hafi kost á að bæta hæfni sína í störfum og þekkingu með því að sækja námskeið eða þjálfun á vegum fyrirtækisins, þegar slíkt þjónar hagsmunum beggja

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um stefnur Ölgerðarinnar

Í Ölgerðarskólanum er farið yfir starfsmannastefnu Ölgerðarinnar.

 

Gildi ÖlgerðarinnarGildi Ölgerðarinnar

Jákvæðni: Við leitumst við að finna jákvæða fleti á öllum málaflokkum, nálgast þá á jákvæðan hátt og hvetja starfsfólk og samstarfsaðila til þátttöku.

Áreiðanleiki: Við viljum sýna ábyrgð í öllu okkar starfi, og viljum tryggja gæði í öllu okkar starfi.  Vörur okkar og þjónusta munu endurspegla þá virðingu sem við sýnum umhverfi okkar.  Sýnileiki okkar ábyrgðar er mikilvægur innan veggja fyrirtækisins sem utan þess.

Framsækni: Við hugsum án takmarkana og leitum sífellt leiða til að gera hlutina fljótlegri og betur.  Við vöruþróun og markaðssetningu nýrra vara höfum við að leiðarljósi að vörurnar styðji við manneldisjónarmið og umhverfisvernd.

Hagkvæmni: Við sýnum ábyrgð með því að reka fyrirtækið á hagkvæman og ábyrgan hátt í sátt við okkar umhverfi og samfélag.  Með hagkvæmni í rekstri getum við stuðlað að lægra vöruverði og styrkt samkeppnisstöðu fyrirtækisins.  Markmiðasetning, mælingar, eftirfylgni og góð yfirsýn eru undirstaða árangurs.