27 ágúst 2024

Viðurkenning fyrir góða stjórnarhætti

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hlotið viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum”.  Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn á Nauthóli, en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu-lífsins og Nasdaq Iceland sem standa fyrir henni.

 

„Við erum afar stolt af því að hafa hlotið þessa viðurkenningu, enda höfum við lagt mikla áherslu á góða stjórnarhætti, ábyrgð og valddreifingu innan fyrirtækisins. Skýr og skilgreind stefna þar sem allir stjórnendur eru meðvitaðir um hlutverk sitt og ábyrgð er áhrifarík leið til farsældar á þessu sviði,” segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sem veitti viðurkenningunni móttöku.

 

Rúmur áratugur er síðan farið var að veita viðurkenningu fyrir „Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum” en markmiðið er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. 

 

Auk Ölgerðarinnar hlutu Arion banki, Eik fasteignafélag, Fossar fjárfestingabanki, Icelandair Group, Íslandssjóðir, Kvika banki, Lánasjóður sveitarfélaga, Mannvit, Reginn, Reiknistofa bankanna, Reitir, Sjóvá, Stefnir, Sýn, TM, VÍS og Vörður viðurkenningu við þetta tækifæri.

 

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir