4 september 2024
Sykurlaust MIX
Mix hefur verið elskað í fleiri áratugi af íslensku þjóðinni og nú loksins býðst sykurlaus útgáfa af þessum vinsæla drykk.
Einhvers misskilnings hefur gætt varðandi uppruna Mix, en segja má að um einhvers konar tilviljun hafi verið að ræða. Efnalaug Akureyrar, síðar Sana, framleiddi ávaxtadrykkinn Valash og eitt sinn kom ananasþykkni í stað appelsínuþykknis sem var notað í drykkinn. Þá var brugðið á það ráð að blanda ananasþykkninu við annað ávaxtaþykkni og útkoman varð Mix! Þetta var árið 1957 og fyrst nú fáum við þennan frábæra ávaxtagosdrykk sykurlausan!