28 maí 2025

Ölgerðin hlýtur Sjálfbærniásinn 2025
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hlotið viðurkenningu Sjálfbærniássins árið 2025. Annað árið í röð skoraði Ölgerðin hæst í flokki framleiðslufyrirtækja á Íslandi og fyrir það er starfsfólk fyrirtækisins afar þakklátt og stolt. Viðurkenningin er dýrmæt hvatning fyrir Ölgerðina sem hvetur okkur áfram að gera enn betur og styrkir trú okkar að við séum á réttri leið í sjálfbærnivegferð okkar.
Markmið Sjálfbærniássins er að veita samanburðarhæfar og hlutlausar upplýsingar um viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni.
Þetta er í annað sinn sem viðurkenning Sjálfbærniássins er veitt. Mælikvarðinn er þróaður af rannsóknarfyrirtækinu Prósent, ráðgjafafyrirtækinu Langbrók og stjórnendafélaginu Stjórnvísi.