Chat with us, powered by LiveChat

17 september 2021

Innköllun á Helgu nr. 69 og Hindberjagosi

Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Hindberjagos frá Öglu gosgerð 0,33l gler og Helgu 0,33l dós frá Borg brugghús. Þetta á við um allar framleiðslulotur af þessum vörum. 

 

Ástæða innköllunarinnar er ófullnægjandi merkingar á umbúðum þar sem drykkirnir geta hugsanlega innihaldið hnetur í snefilmagni, vegna krossmengunar við framleiðslu á hráefni sem notað er í báðar þessar vörur.

 

Viðskiptavinir sem eiga ofangreindar vörur er bent á að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru.

 

Helga hefur verið í dreifingu í verslunum ÁTVR.

 

Hindberjagos frá Öglu hefur verið í dreifingu í eftirfarandi verslunum: Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslunum Samkaupa (Iceland og Nettó) og fleiri smærri verslunum.

 

Innköllun er hafin úr búðum. 

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að tryggja sem besta upplifun fyrir notendur. Ef þú heldur áfram notkun þinni á síðunni samþykkir þú vafrakökustefnu okkar. Lesa nánar um vafrakökustefnu Ölgerðarinnar hérna