17 september 2021

Innköllun á Helgu nr. 69 og Hindberjagosi

Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Hindberjagos frá Öglu gosgerð 0,33l gler og Helgu 0,33l dós frá Borg brugghús. Þetta á við um allar framleiðslulotur af þessum vörum. 

 

Ástæða innköllunarinnar er ófullnægjandi merkingar á umbúðum þar sem drykkirnir geta hugsanlega innihaldið hnetur í snefilmagni, vegna krossmengunar við framleiðslu á hráefni sem notað er í báðar þessar vörur.

 

Viðskiptavinir sem eiga ofangreindar vörur er bent á að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu eða skipti á samskonar vöru.

 

Helga hefur verið í dreifingu í verslunum ÁTVR.

 

Hindberjagos frá Öglu hefur verið í dreifingu í eftirfarandi verslunum: Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og verslunum Samkaupa (Iceland og Nettó) og fleiri smærri verslunum.

 

Innköllun er hafin úr búðum. 

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir