12 maí 2022

NÝ FRAMLEIÐSLULÍNA FJÓRFALDAR AFKASTAGETU

Ný framleiðslulína Ölgerðarinnar fjórfaldar afkastagetu fyrirtækisins á drykkjarvörusviði, en aðeins níu mánuði tók að reisa 1.650 fermetra húsnæðið. Undirbúningur að nýju línunni hefur staðið síðan 2018, en þá annaði fyrirtækið varla eftirspurn, en það breytist með tilkomu hennar.  Tæplega helmingur af starfsemi Ölgerðarinnar er framleiðsla á eigin vörumerkjum.  Morgunblaðið fjallaði um málið eins og sjá má hér: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/05/05/framleida_12_dosir_a_sekundu/

VR Fyrirmyndarfyrirtæki Jafnlaunavottun BSI Vottanir LEED Vottanir