31 ágúst 2022

Ölgerðin fyrirmyndarfyrirtæki
Ölgerðin er eitt 16 íslenskra fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu Samtaka atvinnulífsins sem „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.“ Það er mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið að hljóta enn einu sinni þessa nafnbót, en Ölgerðin leggur mikla áherslu á þetta atriði, góða viðskiptahætti, góð tengsl við allt sitt starfsfólk og góð samskipti við birgja sína og viðskiptahætti.
Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn á Nauthóli og segir í umsögn SA að starfshættir stjórnar Ölgerðarinnar séu vel skipulagðir og framkvæmd til fyrirmyndar.