27.08.2019 | 12:46

105 KOFFÍNVATN

105 koffínvatn er ný vara frá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson sem er að koma í verslanir þessa dagana.

105 inniheldur 105mg af koffíni og er afrakstur vöruþróunar Ölgerðarinnar til að svara kalli neytenda um einfaldan og hressandi vatnsdrykk. Drykkurinn inniheldur kolsýrt vatn með náttúrulegum bragðefnum og koffíni en hvorki sykur né sætuefni og því eru engar kaloríur í 105. Þar að auki er drykkurinn tannvænn eins og Kristall en nafnið, 105, vísar til þess hversu mikið er af náttúrulegu koffíni í hverri 330ml dós, 105mg.

Þótt 105 koffínvatn sé nýkomið í verslanir hefur drykkurinn þegar vakið athygli utan landsteinanna og hlaut m.a. tilnefningu sem besti vatnsdrykkurinn á hinni alþjóðlegu InnoBev keppni í ár.

105 koffínvatn fæst í tveimur bragðtegundum; annars vegar með greipaldin bragði og hins vegar með bragði af grænu tei og sítrónu.

Til baka