14.06.2013 | 13:51

30 ára starfsafmæli

Árið 1983 tók Anna Ottadóttir til starfa í Ölgerðinni, en hún leysti þá systur sína af á meðan hún fór í sumarfrí. Systirin er löngu komin aftur úr fríi en Ölgerðin hefur verið þeirrar ánægju aðnjótandi að Anna starfar enn hjá fyrirtækinu og hefur gert allar götur síðan þá. Anna er skvetta, hress og ansi stríðin. Óskum við henni hjartanlega til hamingju með starfsafmælið.

Til baka