18.01.2012 | 14:20

Nokkrar staðreyndir vegna saltmálsins

Ölgerðin sér ástæðu til að eftirfarandi staðreyndir komi fram vegna saltmálsins:

•    Það er enginn sjáanlegur munur á vottuðu salti og óvottuðu.  Saltið sem um ræðir er 99,6% hreint salt sem er langt umfram það lágmark sem  alþjóðlegir staðlar (Codex Alementarius staðallinn 150-1985) segja til um .
•    Innihaldslýsingin á vottuðu salti og óvottuðu salti er svo til nákvæmlega eins og báðar tegundir eru framleiddar undir ISO 9001 og ISO 14001 stöðlum. 
•    Vottað salt og óvottað salt (iðnaðar...
16.01.2012 | 17:43

Yfirlýsing frá Akzo Nobel

Hér má finna yfirlýsingu frá Akzo Nobel, saltframleiðanda.   Smelltu hér til að hlaða niður yfirlýsingunni.
16.01.2012 | 13:45

Óvottaða saltið er lögleg vara og hættulaust til neyslu samkvæmt framleiðanda

Mörg fyrirtæki, bæði í matvælaiðnaði og annars staðar, hafa keypt óvottað salt frá Ölgerðinni til annarra nota en í matvæli. Ölgerðin harmar að þau fyrirtæki séu dregin inn í þessa umræðu með því að nafn þeirra birtist á lista frá opinberum stofnunum.Enn skal ítrekað að óvottaða saltið er fullkomlega lögleg vara og ekkert athugavert við að flytja inn og selja slíkt salt. Eins og margoft hefur komið fram er innihaldið í vottuðu salti og óvottuðu salti frá AkzoNobel það sama. Munurinn er eingöngu ...
14.01.2012 | 18:59

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um sölu Ölgerðarinnar á salti

Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade).
Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna.
Innihaldsmunur á þessum saltvörum er...
04.01.2012 | 13:41

Fjallað um Surt, væntanlegan bjór nr. 8 frá Borg Brugghúsi, í Pressunni

Sterkasti bjór sem framleiddur hefur verið á Íslandi er væntanlegur í vínbúðir í lok mánaðarins. Bjórinn, sem er 12 prósent, mun heita Surtur. Nafnið vísar í jötuninn sem brennir heiminn.  Surtur er þorrabjórinn frá Borg brugghúsi. Um er að ræða biksvartan „Russian Imperial Stout“ sem þykir vinsælt afbrigði meðal bjóráhugamanna. Bruggmeistarinn Sturlaugur Jón Björnsson segist ekki vita til að sterkari bjór hafi verið framleiddur á Íslandi.  „Það er skemmtilegt við þennan bjór að hann mun alltaf ...
1  |  ...  |   7   |   8   |   9   |   10   |   11   |   12   |   13   |   14   |   15   |  ...  |  19