06.05.2013 | 10:05

Úlfurúlfur

Fyrsti íslenski double IPA bjórinn! Á föstudaginn var, 3. maí, hófst formlega sala á ÚlfiÚlfi, nr. 17, fyrsta íslenska double IPA bjórnum í Vínbúðunum. Eftirvæntingin hefur verið mikil síðan tilraunalögun af ölinu var kynnt fyrir rúmu ári síðan á völdum börum. Bjórinn er, eins og nafn hans gefur til kynna, tvöföld útgáfa af Úlfi, nr. 3, helmingi meira af öllu, eða hér um bil. Double IPA stíllinn er sérstaklega vinsæll meðal bjóráhugamanna um heim allan. Þess ber að geta að ÚlfurÚlfur, nr. 17, ke...
17.04.2013 | 15:57

Malt 100 ára

Egils Maltextrakt var fyrsta framleiðsluvara Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar og voru fyrstu flöskurnar seldar 17. apríl 1913. Malt, sem eru ómissandi þáttur á stórhátíðum, er því 100 ára í dag og fögnum við þeim tímamótum. Eru þær fáar vörurnar sem hafa staðist tímans tönn með jafn afgerandi hætti og Maltið góða.

Við ætlum að fagna þessum áfanga með ýmsum hætti og halda sérstaklega upp á Maltið. Af því tilefni höfum við látið útbúa nýja auglýsingu, sem má sjá hér.
17.04.2013 | 12:58

Ölgerðin veitir 100 milljónum til samfélagsverkefna

Ölgerðin mun veita 100 milljónum króna til samfélagsverkefna á árinu en í ár er fyrirtækið 100 ára gamalt. Þetta kom fram á blaðamannafundi í morgun. Ölgerð Egils Skallagrímssonar fagnar því í dag að 100 ár eru frá því að Tómas Tómasson stofnaði fyrirtækið í kjallara Þórshamars við Templarasund.  Fyrirtækið var þá starfrækt í tveimur herbergjum í kjallara hússins, sem Alþingi á í dag, en er nú í 20.000 fermetra húsnæði við Grjótháls. Á fréttamannafundi í Þórshamri í dag tilkynntu Októ Einarsson,...
08.04.2013 | 13:55

Nescafe 75 ára

Nescafe verður 75 ára á þessu ári og er í stöðugri sókn, nýjasta dæmi þess eru hið vinsæla Dolce Gusto kaffi.
04.01.2013 | 12:13

Bloody Mary

Bloody Mary var fyrst borin fram á New York barnum í París upp úr 1930 en þar drukku margar frægar persónur í denn. Meðal annars skáldið Hemingway og fleiri snillingar frá Bandaríkjunum en nafnið á drykknum er sótt til drottningarinnar Mary Tudor sem réði ríkjum í fimm miskunnarlaus ár á England þar sem hún var svo vægðarlaus við óvini sína að hún fékk nafnbótina „blóðuga“.
Drykkurinn góði er hinsvegar allt annað en vægðarlaus enda mjög hressandi og sérlega góður daginn eftir mikið fjör.
Blood...
1  |  ...  |   2   |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |  ...  |  19