31.10.2012 | 08:59

Freistingar Odense

Nú fer að líða að því að undirbúningar jólabaksturs fari á fullan gang og því ekki seinna að vænna að skoða uppskriftir. Hérna má finna tvo virkilega flotta bæklinga sem innihalda uppskriftir að góðum smákökum og dýrðlegu konfekti.  Smelltu hér til að sjá Desember freistingar. Smelltu hér til að sjá Jólakökur.
04.10.2012 | 09:08

Bríó og Úlfur skara fram úr í alþjóðlegri keppni

Tveir íslenskir bjórar unnu til verðlauna í alþjóðlegu bjórkeppninni World Beer Awards 2012 sem fram fór í lok september. Úlfur var valinn besti evrópski bjórinn af tegundinni IPA eða India Pale Ale og Bríó hlaut verðlaun sem besti pilsnerbjór í Evrópu, bætti svo um betur og hlaut heimsmeistaratitil í sama flokki. Báðir bjórarnir voru þróaðir í Borg Brugghúsi, örbrugghúsi Ölgerðarinnar. Vinsæll og margverðlaunaður
Bríó er fyrsti bjórinn sem Borg Brugghús sendi frá sér en hann kom á markað 2010....
20.09.2012 | 16:02

Lúðvík nr.12 frá Borg brugghúsi

Nýr árstíðarbundinn bjór frá Borg Brugghúsi er af tegundinni doppelbock, 8% að styrk og ber nafnið Lúðvík. Bjórinn er bruggaður í tilefni af Októberfest sem hefst í Bæjarlandi um helgina.  Lúðvík er krónprinsinn af Bæjaralandi og hefur þessi eðalborni doppelbock bjór hlotið tilnefningu Borgar Brugghúss sem bjór Októberfest-hátíðarinnar árið 2012. Lúðvík er kenndur við konung Bæjaralands sem var upphafsmaður Októberfest-hátíðarinnar ásamt konu sinni Teresu, en þau gengu í það heilaga þann 12. okt...
07.06.2012 | 11:15

Sumarliði kominn í verslanir

Nr.11 Ellefti bjórinn frá Borg Brugghúsi er hveitibjórinn Sumarliði. Það eru einungis tvö ár síðan Borg sendi frá sér sinn fyrsta bjór, en það var Bríó Nr.1 sem fyrir um mánuði vann til gullverðlauna á World Beer Cup, stærstu bjórkeppni heims. Sumarliði er árstíðarbundinn og fyrsti sumarbjórinn frá Borg Brugghúsi.  Fyrsti íslenski hveitibjórinn í þýskum stíl  Sumarliði er fyrsti þýski hveitibjórinn sem framleiddur og seldur er á Íslandi. Þennan virta og skemmtilega bjórstíl má rekja til Bæjarala...
07.05.2012 | 22:19

Bríó vinnur virtustu bjórverðlaun heims

Íslenskur bjór vann um helgina gullverðlaun í stærstu og virtustu bjórkeppni heims. Bjórinn Bríó var þróaður sérstaklega af Borg Brugghúsi í samstarfi við Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Hann bar sigur úr býtum í sínum flokki í World Beer Cup 2012 sem fram fór í Kaliforníu en 799 bruggverksmiðjur frá 54 löndum tóku þátt í keppninni með samtals tæplega 4000 bjóra.Nánari upplýsingar um World Beer Cup:
www.worldbeercup.orgBríó er fyrsti bjórinn sem Borg Brugghús sendi frá sér fyrir tveimur árum. Til a...
1  |  ...  |   3   |   4   |   5   |   6   |   7   |   8   |   9   |   10   |   11   |  ...  |  19