08.06.2011 | 09:15

Æðislegur sumardrykkur

Sólarsæla með ávöxtum 

Jarðarber, melónur, mangó og vínber, skorin niður.
0.5 ltr. Sól eða Floridana appelsínusafi
0.5 ltr. Egils Kristall eða 7up
0.25 ltr. Egils ananasþykkni 

Setjið niðurskornu ávextina í frysti í u.þ.b. 1-2 klst. áður en drykkurinn er framreiddur. Setjið léttfrysta ávextina í stóra könnu og blandið appelsínusafa, sódavatni og ananasþykkni saman við. Mjög gott er að kreista sítrónu yfir. Berið drykkið fram í háum glösum með skeið til að borða ávextina. Æðislegur drykkur á sólríkum degi.

 

Til baka