24.04.2019 | 13:33

ÁMINNING VEGNA COLLAB

Rétt er að minna á að COLLAB drykkurinn, sem selst hefur hraðar en nokkur önnur ný vara Ölgerðarinnar síðastliðin 20 ár, inniheldur vatnsrofin kollagenprótein úr fiskroði. Þó þetta komi fram í innihaldslýsingu á umbúðum, er rétt að benda fólki með ofnæmi fyrir fiskafurðum á þessa staðreynd, þar sem möguleiki er á ofnæmisviðbrögðum við neyslu drykkjarins.

Að sama skapi hafa borist ábendingar frá Vegan samfélaginu á Íslandi með óskum um að merkingar verði meira áberandi.  Því hefur Ölgerðin hafið vinnu við endurhönnun umbúða COLLAB og má reikna með að þær komi í verslanir síðla sumars.

 

Til baka