29.05.2020 | 14:16

Ánægjuleg þróun í umhverfismálum

Á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar, árið 2013 hóf Ölgerðin markvisst að vinna að samfélagsábyrgð og birti fyrstu skýrslu þess efnis það ár. Síðan þá hefur árlega verið birt staða og markmið fyrir samfélagsábyrgð á heimasíðu Ölgerðarinnar. Í ár gefum við út ESG-skýrslu í fyrsta sinn sem tekur á umhverfis þáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum og verða þessir þættir partur af ársskýrslu Ölgerðarinnar til yfirvalda í fyrsta sinn. Við stóðum okkur vel árið 2019. Kolefnisspor reksturs Ölgerðarinnar minnkaði um 29% milli ára og hefur minnkað um 54% frá árinu 2016. Við fórum í nokkur stór umhverfisverkefni á síðasta ári. Við settum okkur markmið um að „vistvænn“ væri fyrsti valkostur í endurnýjun fólksbíla. Við settum upp tíu rafhleðslustæði og allir áfyllingarbílar Ölgerðarinnar voru rafvæddir. Við kolefnisjöfnuðum allan rekstur Ölgerðarinnar í samstarfi við Kolvið og Votlendissjóð. Við höfum sett í forgang endurnýjanlega orku umfram óumhverfisvæna og höfum markvisst verið að vinna að umhverfismálum í innri starfseminni. ESG-skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Til baka