24.02.2012 | 13:45

ÁTVR hafnar Páskagulli

ÁTVR hefur hafnað páskabjórnum Páskagull sem Ölgerðin setti á markað í vikunni.  Ástæða höfnunnar segir ÁTVR meðal annars vera að litur umbúða og myndskreyting höfði sérstaklega til barna, einkum um páska.   Þrátt fyrir að Páskagull verði ekki fáanlegt í verslunum ÁTVR mun bjórinn fást í Fríhöfninni í Keflavík og á völdum börum og veitingstöðum fram yfir páska. 

Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum.  Ölgerðin er ósammála þessari niðurstöðu og mun skjóta málinu til fjármálaráðuneytisins. 

Í rökstuðningi ÁTVR er vísað til þess að á umbúðum komi ekki nægilega vel í ljós að um bjór sé að ræða.  Einnig er vísað í að áfengisprósenta sé ekki nægilega sjáanleg.  Orðétt segir í rökstuðningi höfnunar;  „Þá er litur umbúðanna og myndskreytingar þess eðlis að ætla má að umbúðirnar höfði sérstaklega til barna, einkum um páska“ .
Ölgerðin er ósammála þessari niðurstöðu þar sem tekið er fram á framhlið bjórsins að um bjór sé að ræða og hann sé 5,2% að áfengisstyrkleika.  

Til baka