23.11.2016 | 13:03

Boli Doppelbock hreppti gullverðlaun í Belgíu

Boli Doppelbock vann í vikunni gullverðlaun í bjórkeppninni Brussels Beer challenge.  Bjórinn hlaut verðlaunin í flokki dökkra bock bjóra en Boli Doppelbock er jólabjór frá Ölgerðinni.

Það er mikill heiður og viðurkenning fyrir okkur að vinna gull í sjálfri höfðuborg bjórsins segir Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Við erum afskaplega stolt af Bola Doppelbock og það er frábært að fá þessa viðurkenningu.

Boli Doppelbock er herðabreiður, mjúkur og hlýr bjór þar sem súkkulaði, karamella og kaffitónar skiptast á að gleðja bragðlaukana yfir hátíðirnar.  Boli Doppelbock passar vel með öllum jólamatnum eða bara einn og sér. Bestur samt nálægt einiberjarunn...

 

Til baka