01.02.2019 | 15:01

Breytingar á sölueiningum

Við viljum vekja athygli á breytingum sem eiga sér stað á sölueiningum ýmissa vara á næstu dögum.

Á þessum vörum er verið að breyta sölueiningu úr ,,stykki'' í ,,kassa'', sem þýðir að framvegis þegar pantað er eina einingu af vörunni þá er verið að panta heilan kassa. Það er alltaf hægt að sjá hversu mikið magn grunneininga er í hverri sölueiningu vörunnar með því að skoða ,,Magn per sölueiningu'' annað hvort á vöruspjaldinu sjálfu eða í vörulínunni í körfunni. Einnig kemur heildarmagn sölueiningarinnar fram í vörulýsingu. Nánari upplýsingar hvaða vörur um ræðir má nálgast hér.

Með þessu tryggjum við betri meðferð vara og réttari tínslu en jafnframt minnka sóun og takmarka umhverfisáhrif í samræmi við stefnu Ölgerðarinnar um samfélagsábyrgð.

 

Til baka