05.09.2019 | 13:46

Breyttur opnunartími fyrir móttöku pantana

Kæri viðskiptavinur

Frá og með mánudeginum 09. september 2019 breytist opnunartími fyrir móttöku pantana um klukkustund og lýkur kl. 16:00 í stað 17:00 alla virka daga.  Ölgerðin vill með þessu koma til móts við óskir viðskiptavina okkar um afhendingu vara fyrr á hverjum degi, en með breytingunni komast bílar okkar fyrr út á morgnana til að dreifa vörum til viðskiptavina okkar. 

Fyrirspurnum vegna breytinganna veita þjónustuver og sölumenn Ölgerðarinnar.

Til baka