10.04.2019 | 10:50

COLLAB nýr drykkur á markaði

Ölgerðin hefur sent frá sér nýjan og spennandi drykk með viðbættu kollageni. Drykkurinn, sem heitir COLLAB, byggir algjörlega á íslensku hugviti og er þróaður í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið FEEL Iceland.

Markmiðið var að búa til alveg nýjan valkost. Hressandi sykurlausan drykk sem færir neytandanum góðan skammt af uppbyggingarprótíninu kollageni, einu umtalaðasta fæðubótarefni okkar tíma.

COLLAB er frískandi drykkur með ríkulegu magni af virkum efnum án allra kolvetna og sykurs. Hver dós inniheldur 5,9g af kollageni, 105mg koffín og 6 mismunandi B-vítamín - og að sjálfsögðu íslenskt vatn.

Kollagen er eitt helsta og nauðsynlegasta uppbyggingarprótein mannslíkamans en framleiðsla þess innvortis minnkar með aldrinum. Kollagenið í COLLAB inniheldur 18 mismunandi amínósýrur, þar af 8 sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur. Prótínið sem notað er í COLLAB kemur frá FEEL Iceland sem hefur getið sér gott orð fyrir kollagen vörulínu sína sem unnin er úr íslensku fiskhráefni. Rétt er að vekja athygli á því að þeir sem eru með ofnæmi fyrir fiskafurðum ættu ekki að neyta COLLAB.

Notuð eru létt náttúruleg bragðefni í COLLAB en drykkurinn fæst til að byrja með í tveimur bragðtegundum, límónu og ylliblóma annars vegar og mangó og ferskju hins vegar.

Varan er nú þegar fáanleg í öllum helstu verslunum.

Til baka