07.05.2019 | 10:07

COLLAB tilnefnt til verðlauna í Bretlandi

COLLAB drykkur Ölgerðarinnar er tilnefndur til verðlauna í hinni virtu InnoBev 2019 keppni í Bretlandi.  COLLAB, sem slegið hefur í gegn hér á landi og selst hraðar en nokkur önnur ný vara Ölgerðarinnar síðastliðin 20 ár, keppir til úrslita ásamt 6 öðrum drykkjum í flokki virknidrykkja (e. functional drinks).

COLLAB er íslensk nýsköpunarvara sem var tvö ár í þróun í samvinnu við Feel Iceland og inniheldur kollagen sem unnið er úr fiskroði sem gefur 18 mismunandi amínósýrur, þar af 8 lífsnauðynlegar, sem við þurfum að fá úr fæðu þar sem líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur. Kollagen úr sjávarafurðum hefur mikla lífvirkni, sem þýðir að líkaminn á mjög auðvelt með að taka það upp. COLLAB er sykurlaus og vítamínbættur koffíndrykkur með íslensku vatni og vatnsrofnum fiskpróteinum og sú samsetning hefur algjöra sérstöðu á heimsvísu.

COLLAB hefur þegar vakið verðskuldaða athygli erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum og Kína.

InnoBev keppnin í Bretlandi er ein sú virtasta í greininni, en tilkynnt verður um sigurvegara í London þann 15. maí nk.

Til baka