11.11.2019 | 08:15

COLLAB tilnefnt til verðlauna

COLLAB var nýverið tilnefnt til alþjóðlegra drykkjarvöruverðlauna. Þetta er í annað skipti sem að COLLAB fær slíka tilnefningu en núna er varan tilnefnd sem besti virknidrykkurinn (e. Functional drink) í World Beverage Innovation Award. Tilkynnt verður um sigurvegarann í næstu viku. Þetta er svo sannarlega góð og mikil viðurkenning á okkar vöruþróunarstarfi. COLLAB er samstarfsverkefni Ölgerðarinnar og FEEL Iceland en í hverri dós eru 5.9gr af hágæða kollageni.

Til baka