13.03.2015 | 20:23

Egils Grape vinnur Lúður fyrir bestu herferðina

ÍMARK, félag íslensk markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, verðlaunaði í 29.sinn tilnefndar  auglýsingar.  Verðlaunaafhendingin fór fram í Háskólabíói föstudaginn 13.mars.

Malt&Appelsín, Orka og Egils Grape fengu nokkrar tilnefningar í ár, m.a. fyrir bestu herferðina og þar skaraði Egils Grape frammúr öðrum tilnefningum að mati dómnefndar.  Allt markaðsefni fyrir Egils Grape er unnið af Pipar TBWA.  Það voru forsvarsmenn Pipar ásamt Sigurði Val vörumerkjastóra og Gunnari framkvæmdastjóra markaðssviðs Ölgerðarinnar sem veittu verðlaununum móttöku.

Ölgerðin vil þakka Pipar TBWA kærlega fyrir frábært markaðsefni fyrir Egils Grape!

Til baka