08.08.2011 | 15:34

Facebook viðvörun um barnamat er RÖNG

Um og eftir helgina 5-7. ágúst hafa margir notendur á Facebook birt viðvörun um Nestle barnamat. Þessi viðvörun er RÖNG.
Í júní sl. innkallaði Nestlé í Frakklandi staka sendingu af barnamat með bananabragði, „Nestlé” „P’tit Pot” „Recette Banana“. Þessi innköllun var gerð í öryggisskyni og náði einungis til einnar sendingar af þessum tiltekna barnamat - og AÐEINS í Frakklandi.
Ekkert annað land í Evrópu hefur þessa tilteknu vöru á boðstólum og því engin ástæða fyrir íslenska neytendur að hafa áhyggjur af þessu máli.

Til baka