25.11.2016 | 13:26

Floridana safi í úrslit í alþjóðlegri drykkjarkeppni

Um miðjan nóvember síðastliðinn komst nýjasti Floridana safinn, Floridana epla- og rabarabara, í úrslit í hinni virtu alþjóðlegu drykkjarkeppninni World Beverage Innovation Awards sem haldin var í BrauBeviale í Þýskalandi.

Floridana epla- og rabarbarasafi er einstök og spennandi blanda úr 80% eplum, 10% rabarbara, 6% hindberjum, 3% jarðarberjum og 1% aroniaberjum. 100% safi sem er frískandi, ljúffengur og fagurrauður. Safinn var einn af fjórum sem tilnefndur var í flokknum „Besti safinn eða safadrykkurinn“.

Þetta er í 14. sinn sem keppnin er haldin og alls voru 229 drykkir sendir í keppnina, frá 37 löndum og í 26 vöruflokkum. Isabel Sturgess markaðsstjóri FoodBev Media segir um keppnina:

„Verðlaunahátíðin er tilvalin leið til að fylgjast með bestu vöruþróuninni sem á sér stað í heiminum. Þetta er mikil hátíð og dregur fram í dagsljósið velgengni fyritækja í vörunýjungum, markaðsmálum, framleiðslu, innihaldsefnum og ekki síst, áherslu á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja“.

Það er mikill heiður fyrir Floridana og ekki síst íslenska vöruþróun að komast í úrslit í þessari viðurkenndu alþjóðlegu keppni.

Til baka