01.04.2011 | 13:55

Floridana VIRKNI Einbeiting tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna

Floridana VIRKNI Einbeiting hlaut tilnefningu til verðlauna í árlegri samkeppni drykkjavöruframleiðenda, Beverage innovation functional drink awards, en þau voru afhent þann 30. mars í Washington í Bandaríkjunum. Floridana VIRKNI Einbeiting var tilnefnt í flokknum besti árveknisdrykkurinn, best alertness drink, ásamt tveimur öðrum drykkjum, öðrum frá Svíþjóð og hinum frá Bandaríkjunum. Sá bandaríski bar sigur úr býtum. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 2003, í ár var valið milli ríflega 200 drykkja í sex flokkum og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur drykkur er tilnefndur.

„Þetta er skemmtileg viðurkennig fyrir okkur hjá Ölgerðinni. Það liggur órúlega mikil vinna á bak við VIRKNI drykkina okkar og þetta er kærkomin staðfesting á því að við höfum þróað gæðavöru,“ segir Katrín Eva Björgvinsdóttir, vörumerkjastjóri. Verðlaununum er sérstaklega ætlað að vekja athygli á áfengislausum drykkjum sem þykja skara framúr á heimsvísu. Tvær gerðir af Floridana VIRKNI drykkjum eru nú fáanlegar, Einbeiting og Yerba Mate. 

Til baka