25.01.2018 | 16:05

Frá og með 1. mars hækkar verð á framleiðsluvörum Ölgerðarinnar um 3,9%

Frá og með 1. febrúar hækkar verð á framleiðsluvörum Ölgerðarinnar um 3,9% en þetta er í fyrsta sinn sem vörur hækka frá sumrinu 2016.  Einhverjar undantekningar verða þó á þessari meðalhækkun, sem er  tilkomin vegna hækkunar verðlags og launahækkana.

Innfluttar vörur munu hækka um 1,9% frá sama tíma með tveimur undantekningum þó. Þannig hækkar malað kaffi um 4,75% og snakk um 2,9% vegna hækkanna frá birgjum. 

Ölgerðin hefur síðustu 24 mánuði breytt verði innflutningsvara í samræmi við breytingar gengis, þar af fimm sinnum til lækkunar.  Viðskiptavinir fá því jafnan að njóta þess þegar svigrúm gefst til lækkunar og vonast er til að sú verði áfram raunin í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veitir

Ingibjörg Ólafsdóttir

Framkvæmdastjóri Samskiptasviðs

Sími 4128000

Til baka