16.01.2018 | 13:08

Framleiðsla og dreifing í gang

Framleiðsla og dreifing á drykkjarvörum Ölgerðarinnar er hafin að nýju.

Ljóst er að neysluvatn austan Elliðaáa, þaðan sem vatn í framleiðslu fyrirtækisins kemur stenst allar kröfur um gæði vatns.

Framleiðsla og dreifing var stöðvuð tímabundið í morgun vegna óvissu um stöðu mála að hálfu Veitna ohf. enda eiga viðskiptavinir Ölgerðarinnar alltaf njóta vafans.

 

Til baka