04.02.2013 | 08:59

Fruit shoot - bragðgóður ávaxtadrykkur

Ölgerðin hefur nú hafið sölu og dreifingu á nýjum ávaxtadrykk frá Bretlandi, Fruit Shoot.

Fruit Shoot er vinsælasti krakkasafadrykkurinn í Bretlandi og hefur notið mikilla vinsælda frá því að hann kom á markað þar árið 2000. Fruit Shoot ávaxtadrykkurinn hefur verið markaðssettur víða um heim, s.s. í Hollandi, Frakklandi, Ástralíu, Belgíu og Írlandi og hvarvetna fengið mjög góðar viðtökur hjá neytendum. Nú er Ísland komið í þennan hóp og næsta sumar mun Fruit Shoot verða markaðssettur í 30 fylkjum í Bandaríkjunum.

Flöskurnar eru litríkar og skemmtilegar og með sporttappa. Ávaxtadrykkurinn er einstaklega bragðgóður og frískandi og umbúðirnar afar hentugar. Í Bretlandi eru nokkrar bragðtegundir á markaði og við byrjum á því að taka inn 2 tegundir. Önnur bragðtegundin er epla og sólberja (fjólublá flaska) og hin er appelsínu (appelsínugul flaska). Fruit Shoot verður fáanlegur í 4 pack (4x200 ml. flöskur) og sem „single serve“ sem eru 275 ml. flöskur.

Til baka