15.08.2013 | 13:10

Grillveisla í hádeginu - sumarstarfsmenn kvaddir

Mánudaginn 12.ágúst var haldin grillveisla í hádeginu til að kveðja sumarstarfsmenn.  Þeir hafa orðið til þess að aðrir starfsmenn komust í sumarfrí.

Mikil stemning var í hádeginu á mánudegi á efra bílaplani þar sem Búllan kom og grillaði hátt um 200 hamborgara.  Sólin skein og hið eina sanna Appelsín vætti kverkar.  Kata kokkur bauð uppá ís í desert.

Til baka