06.11.2013 | 14:22

Hátíðarfundur Ölgerðarinnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hátíðarfundur Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson fór fram í Þjóðleikhúsinu 1.nóvember 2013.  Aðalfyrirlesari var Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo en auk hennar flutti Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar ræðu. Eftir það fóru fram umræður undir stjórn Höllu Tómasdóttur. 

Þjóðleikhúsið var þéttsetið og komust færri að en vildu. Fjölmargir viðskiptavinir Ölgerðarinnar, ásamt ráðamönnum í viðskiptalífinu, stjórnmálamönnum og fleirum, sátu fundinn. 

Megin umfjöllunarefnið var ábyrgur fyrirtækjarekstur til framtíðar. Forstjóri PepsiCo kom fram með sína skýru sýn um sjálfbærni sem kölluð er "Performance With Purpose" og útskýrði hún vel á hverju hún byggist. Frammistöðuloforð PepsiCo til fjárfesta er að leggja hart að sér til að skila af sér stöðugum hagnaði á sjálfbæran og ábyrgan hátt.

Andri Þór Guðmundsson gerði grein fyrir stefnu Ölgerðarinnar í samfélagsábyrgð fyrirtækja og hvernig það er samofið langtímahugsun í fyrirtækjarekstri.  Rakti hann sögu Ölgerðarinnar í stórum dráttum og kom inn á hvernig stofnandinn Tómas Tómasson hafði alltaf það að markmiði að sameina fjölskyldu sína á ný, þannig lagði hann sig fram við rekstur fyrirtækisins til að ná því markmiði.  Það endurspeglaðist svo í umræðum eftir fyrirlestrana, sem Halla Tómasdóttir stjórnaði. 

Í umræðunum kom Indra Nooyi inn á mikilvægi þess að hafa ekki aðeins huga og hendur að verki í fyrirtækjarekstri heldur einnig hjarta.  Það er mikilvægt að markmið fyrirtækja sé að þjóna öðrum tilgangi með starfsemi sinni en eingöngu að hámarka hagnað sinn.

Fundurinn fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum og hér að neðan má sjá nokkur dæmi:

Mbl.is

Ölgerðin að leið að ESB

Tónlist frá Ylju heillaði Nooyi

Sendir bréf á foreldra starfsfólks

Vb.is

Skrifar foreldrum starfsmanna bréf

Forstjóri Pepsi var gluggaskraut móður sinnar

Kemur aftur þegar Pepsi verður ráðandi

Hvernig getur þessi sprúttsali verið trúverðugur?

Breyta eðli viðskiptanna

 

Úttekt á hátíðarfundinum á spyr.is

RÚV – Sjónvarp:

Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð

Vísir:

Forstjóri PepsiCo fór fögrum orðum um Ölgerðina

 

 

 

 

Til baka