01.02.2012 | 15:18

Heillakeðja barnanna 2012

Árið 2012 munu 12 íslensk fyrirtæki helga börnum og réttindum þeirra einn mánuð.  Ölgerðin er stolt af því að vera eitt þessara fyrirtækja og fá tækifæri til þess að styðja við starfsemi samtakanna.

Einstaklingar munu einnig geta tekið þátt í Heillakeðju barnanna með því að stofna sínar eigin á vefnum heillakedjan.is.  Þar velurðu verkefni í þágu barna til að styrkja og býður vinum að taka þátt í keðjunni.  Sá einstaklingur eða hópur sem nær að safna mestu fé eða flestum þátttakendum í hverjum mánuði fær glaðning frá fyrirtæki mánaðarins.

Ölgerðin er fyrirtæki febrúarmánaðar og í febrúar munu 100 kr.af hverri 6 stk.einingu af Floridana Heilsusafa í fernum, renna beint til verkefna innanlands á vegum Barnaheilla.  Markmiðið er að safna a.m.k. 1 milljón króna fyrir samtökin.

Floridana Heilsusafi í 6 pack verður fáanlegur í öllum helstu verslunum eftir helgi.

Barnaheill leggja áherslu á það að standa vörð um réttindi barna, efla áhrifamátt þeirra og vernd barna gegn ofbeldi.  Erlendis styðja samtökin menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara.

Börn þurfa á þínum stuðningi að halda - Taktu þátt í Heillakeðju barnanna 2012


Til baka