25.04.2017 | 12:36

Hin sívinsæla Sólveig er mætt

Sólveig er 6% þurrhumlaður hveitibjór í þýskum stíl, eða svokallaður „Hoppy Weizen“.  Sérstakt ger er notað við bruggunina sem gefur bjórnum ákveðna bragð- og lyktarundirstöðu þar sem tónar banana og neguls koma skýrt fram. Í bragðrófinu öllu má svo einnig greina mangó, ástaraldin, greipaldin og fleiri suðræna ávexti. Sólveig er þurrhumluð með amerískum eðalhumlum sem þýðir að humlunum er bætt í bjórinn eftir gerjun. Við þetta samspil humla og gers verður til brakandi, beiskur og þurr en um leið ferskur sólskinsbjór.

Sólveig var valin „besti sterki hveitibjór í Evrópu“ á World Beer Awards fyrir nokkrum misserum, sem er frábær árangur, og hefur slegið í gegn öll þau sumur sem hún hefur verið í boði og er á meðal mest seldu bjóra frá Borg, þrátt fyrir að vera eingöngu í boði 3-4 mánuði á ári.

Til baka