11.10.2017 | 08:50

Innköllun á 50 cl Tuborg Classic bjór í dósum

Ölgerðin, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur ákveðið að innkalla 50 cl Tuborg Classic bjór í dósum sem merktar eru BF 20.03.18 og með pökkunardag PD 20.09.17 og seldar voru í verslunum ÁTVR.  Ástæðan er sú að aðskotahlutir, hugsanlega gler eða brot úr hörðu plasti, fundust í einni dós.  Rannsókn á mögulegum ástæðum þess stendur yfir en meðan niðurstaða liggur ekki fyrir hefur verið ákveðið, með hliðsjón af neytendavernd, að innkalla allar dósir frá þessum pökkunardegi. 

Þeir einstaklingar sem hafa 50 cl Tuborg Classic dós undir höndum með áðurnefndnum merkingum geta skilað þeim til Ölgerðarinnar eða í næstu verslun ÁTVR og fengið nýja vöru í staðinn. Nánari upplýsingar fást hjá Ölgerðinni

Til baka