26.11.2012 | 08:46

Íslenskir safar og íþróttadykkir frá Ölgerðinni sigursælir

Foodbev er eitt þekktasta útgáfufyrirtækið í matvæla- og drykkjarvörugeiranum og hefur haldið allar helstu verðlaunahátíðir á þessi sviði um árabil.  The InterBev Awards 2012 fékk yfir 170 innsendingar í keppnina frá 15 löndum í 30 flokka, sem sýnir áþreifanlega mikla grósku í nýjungum á drykkjarvörumarkaði um heim allan.
Í keppninni 2012 fékk Ölgerðin Egill Skallagrímsson 4 tilnefningar.  Floridana Andoxun og Floridana Engifer hlutu tilnefningu sem bestu virknidrykkirnir („best functional drink“), Floridana Engifer fékk tilnefningu sem besti safinn („best juice drink“) og V Sport íþróttadrykkurinn sem besti íþróttadrykkurinn („best sports drink“).  Floridana Andoxun vann til gullverðlauna í keppninni 2011 og var aftur í undanúrslitum þetta árið.

Ölgerðin leggur mikinn metnað í öfluga vöruþróun og í dag er áherslan mest á heilsuvörur og lífsstílstengdar vörur.  Floridana Engifer og Andoxun eru dæmi um þessa vöruþróun, þar sem safarnir innihalda heilsubætandi hráefni sem hafa holla virkni, sbr.engifer og ávexti sem eru ríkir af andoxunarefnum.

Einnig framleiðir Ölgerðin íþróttadrykkina V Sport og V Brennslu, en það eru alíslenskir íþróttadrykkir, þar sem áherslan er lögð á vítamín og bætiefni sem eru nauðsynleg fyrir þá sem stunda líkamsrækt af einhverju tagi, en jafnframt er áherslan á fáar kaloríur, fyrir þá sem ekki vilja drekka kaloríurnar sem þeir voru að brenna.  V Sport var í undanúrslitum í flokknum fyrir bestu íþróttadrykkina, sem undirstrikar bæði sérstöðu og gæði drykksins.

Þetta er annað árið í röð sem Ölgerðin fær viðurkenningu á vöruþróun fyrirtækisins af þekktum aðilum í drykkjarbransanum.  Þessi árangur hefur nú skipað Ölgerðinni í hóp frumkvöðlahúsa („innovation house“) í vöruþróun drykkjarvara.

Til baka