26.08.2018 | 23:15

Jafnréttisstefna

Markmið

Markmið stefnunnar er að koma í veg fyrir kynbundin launamun og að Ölgerðin sé eftirsóttur vinnustaður í huga allra. Stjórnendur Ölgerðarinnar skulu fylgja jafnréttisstefnu fyrirtækisins og vinna að auknu jafnrétti innan þess.

Ábyrgð

Forstjóri er ábyrgðarmaður stefnunnar en mannauðsstjóri ber ábyrgð á að starfsmenn fyrirtækisins þekki stefnuna og framfylgi henni

Framkvæmd

1.    Ölgerðin skuldbindur sig til að mismuna ekki starfsmönnum í launum og hlunnindum með ómálefnalegum hætti á grundvelli kyns.

2.    Við ráðningu eru laun ákvörðuð með tilliti til ábyrgðar starfs, álags og sérhæfni. Við ákvörðun launa er verklagsreglum jafnlaunavottunar fylgt.

3.    Ráðning, laun og önnur umbun byggir ekki á grundvelli kyns, kyngervis, kynhneigðar, kynvitundar, kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúar eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Sama gildir um stöðuhækkun, stöðubreytingar, endurmenntun, starfsþjálfun, námsleyfi, uppsögn, vinnuaðstæður og vinnuskilyrði starfsmanna.

4.    Störf sem laus eru standa öllum opin, jafnt körlum og konum. Aldrei skal gefa í skyn í starfsauglýsingum að óskað sé eftir starfsmanni af öðru kyninu fremur en hinu nema til að stuðla að jafnari kynjaskiptingu innan starfsgreinar.

5.    Allir starfsmenn njóta sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar. Sama gildir um möguleikann til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum.

6.    Stefnt er að því að jafna kynjahlutföll innan starfshópa fyrirtækisins.

7.    Störf og verkefni skulu skipulögð þannig að starfsmenn geti sem best samræmt vinnu og einkalíf.

8.    Öllum er gert auðvelt að koma aftur til starfa eftir fæðingar- eða foreldraorlof eða eftir leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.

9.    Til að mæla hlítni er launaúttekt framkvæmd árlega. Þá eru borin saman jafn verðmæt störf og athugað hvort munur mælist á launum kynjanna. Einnig eru framkvæmdar innri úttektir. Árlega er farið yfir gildandi lög og reglugerðir um jafnlaunamál og staðfest á fundi hlítni við lög.

10. Ölgerðin uppfyllir og vinnur eftir ÍST 85:2012 staðlinum.

11. Ölgerðin skuldbindur sig til að bregðast við frávikum og vinna þannig að viðhaldi jafnlaunakerfis með stöðugum umbótum og eftirliti.

12. Ölgerðin líður ekki einelti, fordóma, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi og hefur sett stefnu og áætlun gegn því.

Forstjóri Ölgerðarinnar ber ábyrgð á að skilgreina stefnu fyrirtækisins. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á innleiðingu, umbótum og hlítni við sett viðmið, sem og að tryggja að stjórnendur þekki stefnuna og uppfylli öll skilyrði.

 

Til baka