07.11.2011 | 11:16

Jólabjórinn frá Tuborg er kominn

J-dagurinn svokallaði, þegar jólabjórnum frá Tuborg er dreift á veitingahús, var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Eins og venjan hefur verið undanfarin ár var danska sendiherranum færður fyrsti kassinn af Tuborg-jólabjórnum og tók hann sendingunni fagnandi eins og sjá má. Margt skemmtilegt bar fyrir augu miðborgargesta; lúðrasveit marseraði niður Laugaveg, glaðir Tuborg-jólasveinar færðu kráargestum veigar og kórar sungu. Jólabjórinn er eingöngu fáanlegur í u.þ.b. átta vikur á ári hverju og fæst í vínbúðum frá og með þriðjudeginum 15. nóvember næstkomandi. Jólabjórinn hefur átt fádæma vinsældum að fagna hér heima sem og í Danmörku og er í dag mest seldi jólabjórinn þar í landi. Gamla góða sjónvarpsauglýsingin um Tuborg-jólabjórinn hefur verið sýnd í meira en þrjátíu ár í dönsku sjónvarpi og er fyrir löngu orðin klassík. Þar lætur jólasveinninn glepjast og snýr við til þess að elta Tuborg bílinn í stað þess að sinna skyldum sínum og dreifa jólapökkum. (Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=3_sfBp-ryyg ). Tuborg-jólabjórinn er botngerjaður með sterkri angan af karamellu, korni, enskum lakkrís og sólberjum.

Til baka