11.10.2019 | 16:03

Jólaöl klárt í kælinn

Við í Ölgerðinni erum að komast í jólaskap og tilkynnum breytingar á einni af okkar jólavörum. Að þessu sinni verður Jólaölið sívinsæla í bláu dósunum eingöngu til í 330ml dósum og verður selt í 10stk pakkningum. Jólaöl er blanda af gamla og góða Egils Hvítölinu og Egils Appelsíni því sumir kjósa að hafa Egils Hvítöl í sinni jólablöndu. Þessar pakkningar eru auðvitað einstaklega heppilegar til að setja í ísskápinn. Varan er nú þegar komin í fjölmargar verslanir. Auðvitað er hin eina sanna jólablanda, Egils Malt og Egils Appelsín, einnig komin í verslanir.

Til baka